Um mig
Ég heiti Maria og bý í Kópavogi með tveggja ára gömlum syni mínum og föður hans. Áður en ég flutti til Íslands frá Rússlandi starfaði ég sem hugbúnaðarsérfræðingur og teymisstjóri hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu PwC. Íslensk náttúra og móðurhlutverkið veittu mér innblástur til þess að búa til sápu úr hreinum náttúruafurðum án allra aukaefna, sem tryggir að Skessusápur eru heilnæmar fyrir mína húð og húð barnsins míns.