Sjampóstykki “Flétta” 100 gr.

1500,00
kr
Lýsing:
"Flétta" sjampóið er fyrir venjulegt hár og inniheldur avókadó olíu og sítrónusýru sem er náttúrulegt andoxunarefni og rotvarnarefni. Avókadó olían styrkir hárið og byggir upp viðkvæmt, þurrt hár og gerir það slétt, mjúkt og heilbrigt. Sjampóið hefur framandi patchouli ilm. Nuddið milli lófanna til að láta freyðaog notaðu það eins og hvert annað sjampó. Til þess að fá sem bestar niðurstöður er hægt að skilja sjampóið eftir í hárinu í nokkrar mínútur. Þú getur notað næringu eftir á en ef þú vilt vera náttúrulegur er hægt að skola hárið með útþynntu ediki eða sítrónu safa. haldist skal frá augum.

Innihald: repjuolía, kókosolía, sólblómaolía, ávokadóolía, sítrónusýra, náttúrulegt þráavarnarefni/rotvarnarefni.
Ilmur: patchouli ilmkjarnaolía
Litarefni: náttúruleg

INNIHELDUR ENGAR DÝRAVÖRUR, VEGAN, EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM
Allar vörur frá Skessusápum eru 100% náttúrulegar og handgerðar í litlum skömmtum. Það getur verið smávegislegur munur á lögun, lit, ilm og stærð varanna vegna þess að vörurnar eru hangerðar. Við notum náttúrulegar ilmolíur, þá getur verið að ilmurinn sé ekki jafn sterkur eins og þegar ónáttúrulegar ilmolíur eru notaðar.

Við vitum hversu erfitt það er að finna gott sjampó í sápustykki svo við bjuggum til "Flétta" sjampóið. "Flétta" kemur í tveimur stærðum, 55g stykki og 100g stykki sem þú getur prófað á lágu verði.

Bæta við þinni umsögn
Click to order
Þin pöntun
Total: 
Sending aðferð
Payment method
Made on
Tilda