Fréttir

Verkfræðin kemur sér vel við sápugerð

Fyrirspyrjandi: Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, blaðakona 
Svarandi: Solomatina Maria, stofnandi Skessusapur founder

Fyrst vil ég láta þig kynna þig. Hvaðan kemurðu, af hverju ertu komin til Íslands og hvers vegna ertu byrjuð sð búa til sápu.
-         Ég heiti María og bý í Kópavogi ásamt tveggja ára gömlum syni mínum og föður hans. Áður en ég var flutt til Íslands frá Rússlandi fyrir tveimur árum, hafði ég unnið sem upplýsingatæknimaður og liðsstjóri hjá PwC, sem er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki. Það var íslenska náttúran og nýja móðurhlutverkið mitt sem veittu mér innblástur við sápugerðina, en það snýst um að búa til sápu úr hreinum nátturulegum innihaldsefnum utan viðbótaefna, sem eru örygglega holl fyrir viðkvæma húðina á mér og henta líka húðinni á ungbarninu mínu.

Hefurðu fengist við sápugerð lengi?
-         Það var fyrir einu og hálfu ári að ég hef reynt sápugerð í fyrsta skiptið, og var hugfangin af ferlinu, fór að lesa bækur um sápugerð til að átta mig betur á virkni efnanna. Þegar ég var rétt byrjuð, notaði ég svokallaða kalda aðferð sem er yfirleitt notuð af flestum sápugerðarmönnum. Seinna fékk ég að vita að það væri önnur aðferð til, „heita aðferðin“. Hún gerir það kleift að bæta við innihaldsefnum eftir að lúturinn hefur verið fullnýttur. Þetta þýðir að virku nátturulegu innihaldsefnin varðveitast betur, þ.e. ýmsar jurtir, mosar og jurtaþykknir sem ég bæti inn í sápurnar, og einnig húðgræðandi eiginleikar nátturulegu olínnar sem slíkrar; þeir verða ekki eyddir þegar þeir koma í snertingu við lút, en það er mikil áhætta á því í þessarri algengri kalda aðferðinni. Þegar ég áttaði mig á því að flestar sápur á markaðnum voru ekki búnar til eftir öðrum aðferðum, frekar en þessari viðkvæmri aðferð, jókst  áhuginn minn á sápugerð enn meira. Síðan hef ég aldrei séð eftir því og tekið minn tíma við að búa til sápur og þróað margar nýjar sápuuppskriftir!

Hvar finnurðu efni í sápurnar þínar?
-         Ég er heilluð af Íslandi og íslenskri náttúru, þannig að ég nota af sjálfssögðu mörg íslensk innihaldsefni. Meðal annarra bráðspennandi séríslenskra efna nota ég tólg mikið. Eiginleikar þess líkjast húðfitu mannsins og haldast vel í framleiðsluferlinu, þannig að húðin helst mjúk og rök, en tólgsápurnar hafa nefnlega verið vinsælar hjá mönnum með þurra og viðkvæma húð, til að mynda meðan handþvottaræði vegna COVID-faraldursins var í fullum gangi. Ég held aðr djarfasta tilraunin mín í sápugerðinni er að nota lýsi í sápu. Ég nefndi þessa sáputegund "Fisherman's Wife" eða „Sjómannakona“. Ég er ekki viss hvort einhver hefur gert þetta áður, en sápan reyndist hafa nokkra fína eiginleika, t.d. hún ert passlega hörð, rakagefandi og vel löðrandi. En lyktin er líklega sérkennileg, að minnsta kosti reyndist sápan vinsælli hjá Íslendingum frekar en innflytjendum.

Ertu búin að hafa áhuga á þessu lengi?
-         Ég hef vitað hvernig á að búa til sápu (sjá áður), en mestan áhuga fékk ég þegar ég uppgötvaði möguleikana sem heita aðferðin býður upp á, svo fékk ég tilfinningu að ég gæti kannski bætt einhverju frumlegu við og búið til betri sápu en margir hinir.

Eru það ólíkar sáputegundir fyrir ólíkar húðgerðir, þú byrð til?
-         Í mínum sápum eru eingöngu náttúruleg innihaldsefni, sem þýðir að það er eingin áhætta að þær geta ert húðina, eins og það gerist, þegar kemísk viðbótarefni eru í spili. Til dæmis, hefur eiginmaður frænku sonar míns skipt algerlega yfir í mínar sápur, af því að hann hafði fengið kláða og útbrot af sápunum keyptum út í búð. Þegar hann byrjað að nota mínar sápur, hvarf kláðinn strax. Ég er ekki með samskonar rannsóknarstofuinnviði og stór lyfjafyrirtæki, svo ég treysti bara viðbrögðum fólksins sem notar mínar sápur. Þannig, þegar um er að ræða tiltekna húðgerð eða tiltekið húðvandamál, þá get ég oftast sagt, hvernig sápa er helst notuð af einhverjum sem ég þekki og hefur við sömu vandamál að stríða. Vel á minnst, auk vefsíðunnar skessusapur.is er ég með Facebook síðu þarsem ég hvet notendur til að segja frá reynslu sinni, svo að þetta geti orðið öðrum að gagni.

Auk ýmissa sápa bý ég einnig til sápur fyrir vegan húðina, án dýraafurða.

Hvernig lærðirðu sápugerð?
-         Við höfum búið til sápu til einkanota með einföldum innihaldsefnum og eftir velþekktum uppskriftum. En þegar áhuginn jókst, nýttist verkfræðimenntunin mín vel fyrir vísindalega þáttinn. Svo safnaði ég öllum mögulegum upplýsingum frá allskýns sérfræðibókum og öðrum heimildum, fór svo að gera mínar eigin tilraunir og lærði nýja hluti meðan ég gerði þá. Möguleikarnir eru endalausir og ég læri enn eitthvað nýtt á hverjum degi.

Eru sápur þínar umhverfisvænar?
-         Sápur mínar eru miklu umhverfisvænna en flestar verksmiðjuframleiddar sáputegundir, og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Einn: þær innihalda ekki SLS (Sodium Laureth Sulfate), sem er alræmdur mengunarvaldur en er oft til í verksmiðjuframleiddum sápum og hinum snyrtivörum. Tveir: það er að vera að nota sem minnst af umbúðum, aðallega bara pappír og endurunnin efni. Margir viðskiptavinir mínir nota einnig sápur mínar sem sjampó, og ef þeir gera það reglulega, minnka þeir notkun af plastflöskum stórlega. Þrír: mörg snyrtivörufyrirtæki veita fjárhagslega stuðningu Donald Trump og hinum óvinum náttúrunnar. Tvertöfugt við þá, spörum við bæði pening og verndum hnöttinn með því að veita ekki neinum fé.  

Áttu uppáhalds sáputegund af .eim sem þú sjálf býrð til?
-         „Hreindýramosi“. Það er svo yndisleg og sérstök upplífun að fara og tína hreindýramosa, sem hefur reyndar bakteríudrepandi eiginleika. Og svo er það líka notalegt fyrir húðina.

Veistu, hvaða innihaldsefni eru góð til þess að nota í hinum eða þessum tilgangi; ef svo er, gærirðu sagt mér aðeins frá því.
-         Já; við notum til dæmis ólíkar blöndur af náttúrulegum olíum í sjampógerð og hand- og líkamssápugerð, þetta fer eftir því hversu mikið af raka eða fitu við viljum að sápa skilji eftir sig. Einnig notum við jurtir sem hafa lengi verið þekkt fyrir græðandi eiginleika í snyrtivörugerð, svo sem Aloe Vera. Annað dæmi er aur frá Dauðahafinu, þarsem ég hef dvalið fyrir nokkrum árum. Ég fann að aurinn hafði stórfín áhrif á húðina mína, og svo reyndist það bólueyðandi, svo ég tók nokkra punda af honum með inn í flugvélina. En hann er að klárast, svo þið eigið að flýta ykkur að kaupa!

Hefurðu líka spáð í kremgerð, sjampógerð og framleiðslu af öðrum húðvörum?
-         Já, ég er reyndar að hefja sjampóframleiðslu, eins og ég er búin að nefna áður. Og svo rannsaka ég svolítið baðbombur. Húðkremprojektið er enn svolítið erfitt dæmi fyrir bara eina stelpu, en hver veit nema það gerist eitthvað bara á nokkra mánaða fresti. Hvað varðar sjampó, þá notar fólk nefnilega nú þegar sápustykkin mín sem sjampó. En mig langar að búa til vöruna sem mun vera sérhæfð fyrir konur. Eftir allt saman, ég er sjálf síðhærð, svo ég veit hvað málið snýst um. Hvað varðar sjampó, minnka ég fituinnihaldið borið saman við sápu, til að tryggja að það skilur enga fitu eftir í hárinu. Á sama tíma má alls ekki neinn lútur vera eftir í sápunni, því hann getur verið skaðlegur hárinu. Þannig að þetta er svolítið annar leikur en líkamssápugerð. Mér leist reyndar vel, þegar ég sjálf „prufukeyrði“ tilraunasjampóið mitt, en ég bíð enn spennt eftir viðbrögðum viðskiptavinanna. Ég er þegar búin að finna nafn fyrir það: „Flétta“, og hér á ég ekki bara við hárgreiðslu, helur líka við fléttur sem vaxa á steinum.

Ég hef heyrt að fólk sem er flutt til Íslands frá öðrum löndum lendir oft í vandræðum með að finna góðar vörur fyrir húðina og hárið á sér vegna þess að vatnið hér er ólíkt vatni í mörgum öðrum löndum, til dæmis, inniheldur það fullt af steinefnum. Hefurðu upplífað það sama, og myndirðu mæla með einhverjum sápum þínum fyrir fólk sem hefur við þetta vandamál að stríða?
-         Vörur mínar hafa verið þróaðar á Íslandi og fyrir íslenskar aðstæður, svo ef manni líkar vel við þær, þá er þetta í samsetningunni við íslenska kranavatnið. Vonandi þýðir það ekki, að viðskiptavinirnir í öðrum heimshlutum geta ekki notað þær! Ég hef fengið jákvæð viðbrögð frá Berlín, Amsterdam og Barselona frá vinum mínum sem hafa pantað sápurnar. En viðskiptavinirnir í Moskvu, New York og Erevan í Armeníu bíða enn eftir pöntunum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Sem betur fer, verður sápa bara betri með tímanum!

Fréttablaðið 16. Júni 2020

Stutta útgáfan er aðgengileg á vefsíðu Fréttablaðsins. 
www.frettabladid.is
Made on
Tilda